10.5.2012 | 01:48
"Algjörlega frábært í alla staði"
Algjörlega frábært í alla staði er skoðun teflenda á Verkísmótinu í skák.
Tala Kasparovs réði ríkjum, en mætt voru til leiks 13 lið.
Eins og búist var við var mótið mjög jafnt og spennandi, en lið Hafgæða sf. þótti fyrir mótið sigurstranglegt.
Svo fór að lokum að lið aðal styrktaraðilans Verkís fór með sigur af hólmi eftir æsispennandi lokaumferð, þar sem að úrslitin réðust í einni af síðustu skákunum.
Fáir höfðu reiknað með sigri Verkís, en þó var ljóst að erfitt yrði að segja fyrir um úrslitin. Þó var hægt að ganga útfrá því sem vísu að andinn og stemmingin í liði Verkís yrði mjög góð.
Lið Hafgæða með landsliðsmanninn Hjörvar Stein Grétarsson varð í öðru sæti. Bæði Verkís og Hafgæði fengu flug til Evrópu fram og til baka með Iceland Express með öllum sköttum og gjöldum inniföldum.
Bronsið vann eftir harða baráttu stelpnasveit Sláturfélags Suðurlands, en allir liðsmenn hennar voru fyrrum Íslandsmeistarar kvenna, þær Guðlaug Þorsteinsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir. Þær munu allar fara út að borða saman á Skrúð á Hótel Sögu og geta auk þess boðið einnri heppnri eða heppnum með sér. Verður þar sannkallað kvennalandsliðsreunion á ferð.
Stemmingin var einstaklega góð, einbeitingin mikil og fólki leið auðsýnileg vel.
Hlutfall skákáhugamanna, sem að ekki höfðu áður teflt opinberlega sló öll met. Það er þó ljóst að hægt er að verða mjög öflugur skákmaður án þess að þreyta nokkurn tíman keppni á opinberum vettvangi, en leynivopn sigurvegarans Verkís voru tveir ótrúlega sterkir stigalausir skákáhugamenn, þeir Kristján Már Sigurjónsson og Pálmi Ragnar Pálmason.
Tvö lið frá Íslandsbanka settu skemmtilegan svip á mótið, en þar voru alls fjórir stigalausir. Mótið spannaði annars alla skákflóruna og hefur einkunarorð FIDE gens una sumus sjaldan eða aldrei verið jafn vel uppfyllt á skákmóti.
Hjörvar vann eins og við mátti búast 100 þús. kr. GSM símann frá Símanum. Þar sem hver keppandi mátti einungis vinna ein verðlaun kom sér það vel fyrir Davíð Kjartansson, því að hann hlaut flug með Iceland Express.
Óvæntustu úrslitin - miðað er við stigamun:
1. verðlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum,
2.-3. verðlaun: Geisladiskur frá 12 tónum
Karl Thorodddsen (1.000) Íslandsbanki b-sveit
Erlingur Þór Tryggvason (1.000) Íslandsbanki b-sveit
Ingibjörg Edda (1.564) Stelpusveit SS
- fyrir þátttökuliðið sem að kemur mest á óvart m.v. fyrirfram styrkleika:
1.-2. verðlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu fyrir 3 liðsmenn!
3. verðlaun: geisladiskur frá 12 tónum fyrir 3 liðsmenn!
Rimaskóli
Íslandsbanki b-sveit
Íslandsbanki a-sveit
- snjallasti liðsstjórinn:
1.-3. verðlaun: Ljósmyndabókin Hús eru aldrei ein eða Eyjafjallajökull frá Uppheimum.
Ingólfur Margeir Hugsmiðjunni
Kristán Halldórsson Símanum
- Flottasti liðsbúningurinn: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu fyrir 3 liðsmenn!
Víkingasveitin
- Einnig Headphones og minnislyklar frá Nýherja:
Íslandsbanki b-sveit
Eimskip
Síminn
Hugsmiðjan
Einstaklingsverðlaun:
1. verðlaun: GSM snjallsími, að verðmæti kr. 100.000, frá Símanum.
Hjörvar Steinn Grétarsson Hafgæði sf.
2. verðlaun: Út að borða fyrir tvo á veitingastaðnum Vox. Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum.
Guðmundur Magnús Daðason Íslandsbanki a-sveit
3.-5.verðlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum
Jón Árni Jónsson Morgunblaðið
Baldur A Kristinsson Morgunblaðið
Guðlaug Þorsteinsdóttir Stelpusveit SS
Liðaverðlaun:
1.verðlaun: Flug til Evrópu með Iceland Express fyrir 3 liðsmenn öll gjöld innifalin ásamt Ljósmyndabókinni frá Sögum útgáfu fyrir 3 liðsmenn!
Verkís
2. verðlaun: Flug til Evrópu með Iceland Express fyrir 3 liðsmenn öll gjöld innifalin!
Hafgæði sf.
3. verðlaun: Út að borða fyrir tvo á veitingastaðnum Skrúði 3 gjafabréf. Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum fyrir 3 liðsmenn!
Stelpusveit SS
Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr72440.aspx?art=0&rd=7&lan=1&turdet=YES
Ljósmyndir sem að Helgi Árnason tók: http://www.skak.blog.is/album/verkis_2012/
Allir þátttakendur voru mjög ánægðir með upplifunina og báðu mótshaldara að halda mótið að ári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.