Gens una sumus!

Það er óhætt að segja að mótið uppfylli einstaklega vel einkunnarorð Alþjóðaskáksambandsins FIDE "Gens una sumus" eða við erum öll ein fjölskylda.

Íslandsbanki er með tvö lið í mótinu:

Íslandsbanki A
1. Borð Guðmundur Magnús Daðason, gjaldeyrismiðlun
2. Borð Gunnar Gunnarsson, áhættustýringu
3. Borð Jón Sigurður Þórarinsson, áhættustýringu

Íslandsbanki B
1. Borð Björn Hákonarson, verðbréfamiðlun
2. Borð Karl Thoroddsen, verktaki (viðskiptalausnum)
3. Borð Erlingur Þór Tryggvason, lánastjóri

Guðmundur er formaður fjórfaldra Íslandsmeistara Taflfélags Bolungarvíkur og var mjög virkur skákmaður á sínum yngri árum. Undanfarin 15 ár hefur hann þó nánast ekkert teflt á skákmótum nema í Íslandsmóti skákfélaga. Gunnar Gunnarsson er doktor í stærðfræði og liðsmaður Hauka. Hann er ákaflega slyngur kotruspilara og státar af Íslandsmeistaratitli á þeim vettvangi. Eina reynsla Jóns af skákmótum eru Reykjavíkurmót grunnskólanna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Jón sigraði Björn í slag um sæti í A liðinu eftir mikla baráttu, spennu og dramatík.
Björn Hákonarson tók þátt í nokkrum skákmótum á sínum yngri árum og hefur stöku sinnum teflt á netinu. Karl er einn af fjölmörgum Íslendingum sem eru óvirkir skákáhugamenn. Hann hefur þó teflt nokkrum sinnum um ævina. Erlingur Þór er eini starfsmaður Íslandsbanka sem státar af Íslandsmeistaratitli grunnskóla, með Réttarholtsskóla. Hann hætti á toppnum en lét til leiðast að spreyta sig á ný.

Liðin eru ákaflega samstillt og koma fram sem ein heild. Góður mórall ríkir innan beggja liðanna og á milli þeirra. Því hefur verið ákveðið að fái liðið liðsstjóraverðlaun verða þau varðveitt á kaffistofu Íslandsbanka gestum og gangandi til lífs- og yndisauka.

Víkingaklúbburinn er mættur til leiks. Víkingarnir eru harðsvírað lið, með FIDE meistarann Davíð Kjartansson (2.286) í broddi fylkingar. Davíð er verkefnisstjóri fræðslu hjá Reykjavíkurborg og eru Víkingarnir því á heimavelli í Ráðhúsinu. Davíð er á mikilli siglingu þessa dagana, en hann varð í fimmta sæti í nýafstöðnum landsliðsflokki. Gunnar Freyr Rúnarsson (1.963) fylgir í kjölfar Davíðs á öðru borði. Gunnar Freyr er rammur af afli, enda hefur hann æft kraftlyftingar. Gunnar býr þó ekki bara yfir krafti heldur líka snerpu eins og Íslandsmeistaratitill í flokki skákmanna undir 2000 stigum í hraðskák 2011 sannar. Sannur Víkingur þar á ferð! Ungstirnið Jóhannes Kári Sólmundarson (1.246) fullkomnar þríeykið, en Jóhannes Kári er núverandi Reykjavíkurmeistari með sveit Laugalækjaskóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Firmakeppnin í skák

Höfundur

Firmakeppnin í skák
Firmakeppnin í skák
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • vstofa logo
  • fjolnir logo

Nota bene

Skráning

Skráðu þig efst á síðunni eða smelltu hér.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband